Kiwanisklúbburinn Skjöldur býður eldri borgurum í Fjallabyggð til grillveislu í dag kl. 12:30.

Veislan átti að vera í skógræktinni á Siglufirði, en vegna mikillar flugu verður hún færð í Kiwanishúsið við Aðalgötu á Siglufirði.

Borð og stólar á staðnum og ljúffengar veitingar.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.