Fiðringur á Norðurlandi er hæfileikakeppni grunnskóla að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi.
Fyrri undankeppni hæfileikakeppninnar Fiðrings 2023 fór fram þriðjudaginn 18. apríl sl. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Nemendur úr 8.-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar tóku þátt og gerðu sér lítið fyrir og komust áfram, ásamt Giljaskóla og Glerárskóla.
Atriði Grunnskóla Fjallabyggðar heitir Seinna er of seint og fjallar um áhrif hlýnun jarðar.
Úrslit í Firðingi á Norðurlandi 2023 fór fram í Hofi á Akureyri í gær, þriðjudaginn 25. apríl og sigraði Grunnskóli Fjallabyggðar.
Mynd/Grunnskóli Fjallabyggðar