Þann 24. Júní síðastliðinn varð Guðrún Árnadóttir áttræð.
Haldin var veisla henni til heiðurs á Hótel Rangá þar sem afkomendur og vinir Gunnu Árna eins og hún er jafnan nefnd og Arnars Ólafssonar eiginmanns hennar til 48 ára, hittust og áttu góða kvöldstund saman.
Gunna og Addi eiga samanlagt 8 börn, 26 barnabörn og 11 barnabarnabarnabörn.
Snæddur var glæsilegur kvöldverður og var bæði kjöt og fiskur á boðstólnum, kaffi og ís á eftir.
Þau hjónin eyddu svo nóttinni í svítu hótelsins sem var gríðarlega flott.
Trölli.is óskar Guðrúnu hjartanlega til hamingju með stórafmælið.

Gunna Árna ásamt æskuvinkonu sinni Ásu Hönnu Hjartardóttur Fjölskyldan samankomin Fjölskyldan samankomin Glæsilegar vinkonur Í boði var kjöt og fiskur Fallega fram bornir diskar Svítan þar sem þau hjónin gistu Ekki amalegt að skella sér í bað þarna Fallega innréttuð svíta á Hótel Rangá Guðrún og Arnar ásamt barnabörnum

Myndir: aðsendar