Á sumardaginn fyrsta voru hátíðahöld venju samkvæmt á Hvammstanga.
Þetta var í 63. sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur þar og er gaman að segja frá því að einn af stofnendum hátíðahaldanna, Ingibjörg Pálsdóttir ( Lilla Páls ) er enn í forsvari.
Dagskráin hófst með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu á Hvammstanga, með viðkomu við sjúkrahúsið.
Eftir skrúðgönguna var hefðbundin dagskrá í Félagsheimilinu, þar sem Vetur konungur afhenti Sumardísinni völdin.
Upphaflega var stofnað til hátíðahalda í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga af þáverandi Fegrunarfélagi, sem stóð fyrir gróðursetningu og uppbyggingu garðsins við sjúkrahúsið.
Í ár var haldið upp á daginn í 63. sinn eins og fyrr segir.
Nokkrar umferðir af Bingói voru spilaðar í boði fyrirtækja í Húnaþingi vestra og Landsbankinn á Hvammstanga bauð gestum og gangandi í sumarkaffi.