Heimferð er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins 8 áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Í þessari heillandi sýningu fyrir alla aldurshópa er m.a. notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísuástandi.

Áhorfendum er fylgt í gegnum opna sögu sem þeir móta sjálfir um leið og þeir fá að gægjast inn í litla heima, einkalíf annarra, og kanna mörgþúsund örstutt augnablik sem flytja okkur aftur heim.

Handbendi er margverðlaunaður brúðuleikhúshópur með aðsetur á Hvammstanga og handhafi Eyrarrósarinnar.

Samstarfsaðilarnir þrír hafa allir búið til sitt eigið leikhús í farartæki eftir samstarf sem hefur staðið í ár og hver samstarfsaðili fer leikferð í sínu eigin landi í ár. Verkefnið er styrkt af EES-/Noregsstyrkjum, sviðslistasjóði og launasjóði listamanna. 

Heimferð verður sýnd á Hvammstanga, Akureyri, í Búðardal, Stykkishólmi, og Grundarfirði, á Rifi, og Akranesi, í Borgarnesi, og Reykjavík.

Leikstjóri: Greta Clough.
Flytjendur: Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir.
Danshöfundur: Snædís Lilja Ingadóttir.
Leikmynd & lýsing: Egill Ingibergsson.
Textíll & uppstilling: Jamie Wheeler.
Leikbrúður: Cat Smits, Greta Clough, Sylwia Zajkowska
Tónlist: Paul Mosely.x

Sýningar:
1. júní: 
Félagsheimilið Hvammstanga, kl. 13:00 – 20:00
2. júní: Félagsheimilið Hvammstanga, kl. 13:00 – 20:00
4. júní: Akureyri, kl. 10:00 – 17:00
5. júní: Akureyri, kl. 10:00 – 17:00
9. júní: Við grunnskólann í Búðardal, kl. 15:30 – 20:00
10. júní: Stykkishólmur, kl. 13:00 – 20:00
11. júní: Grundarfjörður, kl. 13:00 – 20:00
12. júní: Frystiklefinn, Rifi, kl. 13:00 – 20:00
13. júní: Akranes, kl. 13:00 – 20:00
14. júní: Borgarnes, kl. 13:00 – 20:00
17. júní: Iðnó, Reykjavík, kl. 10:00 – 17:00
18. júní: Gerðuberg, Reykjavík, kl. 10:00 – 17:00
19. júní: Elliðaárdalur, Reykjavík, kl. 10:00 – 17:00

Frekari upplýsingar um sýninguna, og viðtalsbeiðnir við listræna stjórnendur og þátttakendur,  má fá með því að hafa samband við Gretu Clough í síma 6114694 eða með tölvupósti til handbendi@gmail.com

Heimferð (Moetvi Caravan)
eftir Handbendi brúðuleikhús
í samstarfi við ProFit Arts (Tékklandi) og Arctic Culture Lab (Grænlandi/Noregi) 
Hluti af listahátíð í Reykjavík

Myndir/aðsendar