KEA-hót­el hafa opnað Salt gistiheimili, nýtt gisti­hús á Sigluf­irði. Gistihúsið er staðsett í húsi sem áður hýsti Hót­el Hvann­eyri sem á sér langa sögu á Siglufirði. Salt er góð viðbót fyrir þá sem vilja gista á Siglufirði.

Hót­el Hvann­eyri hóf rekst­ur árið 1934 og var lengi einn helsti sam­komu­staður Sigl­f­irðinga.

KEA hót­el tóku við rekstri Sigló Hót­els í fe­brú­ar síðastliðnum og færa nú út kví­arn­ar með opn­un á Salt gistiheimili. Nafn gisti­húss­ins vís­ar til síldrár­anna á Sigluf­irði þar sem síld­in var söltuð í viðartunn­ur en merki gisti­húss­ins er viðart­unna, sem vís­ar einnig til þessa tíma.

Mynd/Ljósmyndasafn Siglufjarðar