Tveir dauðir grindhvalir hafa velkst um í Víkurfjöru í Héðinsfirði undanfarna daga.
Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður gekk fram á þá 7. ágúst og tók meðfylgjandi myndir.
Hann hafði samband við Náttúrufræðistofnun, tilkynnti fundinn og fékk staðfest að um grindhvali væri að ræða. Þar á bæ höfðu þau þá þegar haft spurnir af hvölunum.
Ekki er ólíklegt að þá reki í burtu en einnig má búast við að þeir berist lengra upp í fjöru og rotni þar, illa lyktandi og fólki til ama – nema Landhelgisgæslan grípi til viðeigandi ráðstafana.
Mynd og myndband / Gunnsteinn Ólafsson