Sveinn Ingi Guðjónsson, nemandi í 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar mætti í starfskynningu á bæjarskrifstofuna í gær, þriðjudaginn 2. maí.
Í starfskynningunni fékk hann m.a. tækifæri til að kynna sér hin ýmsu störf á skrifstofunni t.d. hvernig á að flokka skjöl, hvernig á að skipuleggja fundi og hvernig maður fundar sem bæjarfulltrúi. Sveinn er nú þegar meðlimur í Ungmennaráðinu og var að koma í fyrsta skiptið í heimsókn á bæjarskrifstofurnar.
“Við starfsfólk bæjarskrifstofu þökkum Sveini Inga kærlega fyrir komuna en hann var mjög áhugasamur nemandi.”
Fréttatilkynning er skrifuð af Sveini Inga Guðjónssyni.
Mynd/af vefsíðu Fjallabyggðar