Íbúafundur vegna deiliskipulags við Dalbæ og Karlsrauðatorg – framlengdur umsagnarfrestur.

Íbúafundur verður haldinn mánudaginn 8.september n.k. kl.17:00 í Menningarhúsinu Bergi. Dagskrá fundarins er breyting á deiliskipulagi á svæðinu umhverfis Dalbæ.

Hægt er að kynna sér skipulagstillöguna í heild ásamt þeim athugasemdum sem borist hafa vegna hennar hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1012

Athugasemdafrestur vegna breytinganna á deiliskipulaginu hefur að auki verið framlengdur til miðnættis þriðjudaginn 9.september.

Athugasemdum þar sem nafn, heimilisfang og kennitala sendanda kemur fram má skila á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt.