Nú stendur yfir vinna við gerð þjónustustefnu Húnaþings vestra skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í skjalinu skal koma fram stefna sveitarstjórnar fyrir komandi ár og þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags.

Byggðarráð samþykkti á 1253. fundi sínum sem fram fór þann 8. september sl. að drög að stefnunni yrðu sett í opið samráð meðal íbúa.

Íbúar eru hvattir til að kynna sér stefnuna og koma með athugasemdir eigi síðar en 30. september 2025. 

Drög að stefnunni er að finna hér.

Umsagnir skulu sendar inn í gegnum eyðublað sem er að finna hér.