Fasteignamiðlun kynnir eignina Hvanneyrarbraut 54, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 02-01, fastanúmer 213-0540 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hvanneyrarbraut 54 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0540, birt stærð 85.6 fm.
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.
Sjá myndir: HÉR
Nánari lýsing:
Um er að ræða eign sem hefur verið endurnýjuð að hluta. Gólf var flotað og fljótandi parket sett á öll rými fyrir utan baðherbergi þar sem eru flísar. Farið var í vatnslagnir og frárennsli og lögnum skipt út. Raflagnir hafa verið teknar í gegn einnig og skipt um alla ofna. Hurðar hafa verið málaðar svartar.
Gengið er inn í sameign og upp á aðra hæð eignarinnar. Andyri er parketlagt með góðu fatahengi. Eldhús hefur verið opnað og er því um að ræða mjög bjart rými með frábæru útsýni. Eldhús er upprunalegt með hvítri innréttingu og ljósri borðplötu. Mikið skáparými bæði efri og neðri skápar með flísum á milli. Til er parket á eldhús sem mun fylgja með íbúðinni. Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Nýlega var skipt um innréttingu sem er hvít með góðu skápaplássi með efri og neðri skápum. Sturtuklefi, gólftengt klósett, vaskur og handklæðaofn. Svefnherbergin eru tvö mjög rúmgóð með parket á gólfi. Skipt hefur verið út fataskáp í hjónaherbergi og settur dökkur mjög rúmgóður Ikea skápur. Stofa er rúmgóð og björt með parket á gólfi. Útveggir eignarinnar hafa verið klæddir en eftir á að ganga frá því við glugga sem verður gert fyrir sölu. Gluggar eru komnir á tíma og er það á dagskrá húsfélagsins en hefur ekki verið samþykkt. Geymsla eignarinnar er mjög stór og hefur verið nýtt sem auka herbergi. Inngangur geymslunnar er flísalagður og svo er herbergi parketlagt. Gluggar með opnanlegu fagi eru í geymslu.
Sameign eignarinnar hefur máluð og lagfærð. Skipt hefur verið um þak og sperrum skipt út. Þurkloft lagað og settir nýjir þakgluggar. Mikið geymslupláss er á efstu hæð eignarinnar sem er í sameign. Einnig er snyrtilegt þvottahús í sameign með steyptu gólfi og þakglugga.
Anddyri: parketlagt með ágætu fatahengi.
Eldhús: Hvít innrétting með ljósri borðplötu. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: 2 rúmgóð svefnherbergi með parket á gólfi. Annað með nýlegum fataskáp með góðu skúffu og hengi plássi.
Baðherbergi: Flísalagt gólf með dökkum flísum og hvítum flísum á veggjum. Hvít innrétting með vaski, gólftengt klósett og sturtuklefi. Handklæðaofn á vegg.
Stofa: Parketlögð með góðri birtu.
Geymsla niðri: Parketlögð með ágætis glugga með opanlegu fagi, skráð 13,9 fm. Hægt væri að nýta rýmið sem auka herbergi.
Geymsla uppi: Sameiginlegt rými með mjög góðu plássi.
þvottahús: er sameiginlegt á efstu hæð eignarinnar með steyptu gólfi. Einnig er gott þurkpláss fyrir þvottasnúrur.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali