í Lok maí 2023 voru samkvæmt Þjóðskrá akkúrat 2000 íbúar með lögheimili í Fjallabyggð. Þar af íslenskir ríkisborgarar 1.805 talsins og erlendir ríkisborgarar 195. Meðalaldur íbúa voru þá 43 ár og er elsti íbúinn 98 ára.

Þann 1. des. 2022 voru íbúar Fjallabyggðar 1.977 manns en þann 1. okt. 2023 eru íbúar sveitarfélasins 2.021 og hefur þeim fjölgað um 44 eða 2.2%

Fjölgar í öllum landshlutum

Íbúum fjölgar í öllum landshlutum miðað við 1. desember 2022 segir á vefsíðu Þjóðaskrár.

Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.621 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 9.676 frá 1. desember 2022 til. 1. október 2023 sem er um 2,5%.

Hér er skrá yfir fjölda íbúa eftir sveitarfélögum í byrjun mánaðarins og samanburð við íbúatölur frá 1. desember fyrir árin 2019-2022.