Japanskt kjúklingasalat

  • 1/2 bolli olía
  • 1/4 bolli balsamic edik
  • 2 msk sykur
  • 2 msk sojasósa

Setjið allt í pott og sjóðið saman í u.þ.b. 1 mínútu. Takið af hitanum og hrærið annað slagið í á meðan blandan kólnar (til að sósan skilji sig ekki).

  • 1 poki núðlur (instant súpunúðlur) – ekki kryddið
  • 3-4 msk möndluflögur
  • 1-2 msk sesamfræ

Ofnbakað snittubrauð með smjöri, hvítlaukssalti og parmesanosti

 

Brjótið núðlurnar smátt niður. Ristið á þurri pönnu, byrjið á núðlunum (því þær taka lengri tíma) og bætið svo möndlum og sesamfræjum á pönnu. Ath. að núðlurnar eiga að vera stökkar. Leggið til hliðar.

  • kjúklingabringur
  • sweet hot chillisósa

Skerið kjúklingabringurnar í strimla og snöggsteikið í olíu. Hellið sweet chillisósu yfir og látið sjóða við vægan hita um stund.

  • salatpoki eða iceberg salat
  • kirsuberjatómatar
  • mangó
  • rauðlaukur

Skerið niður og setjið í botninn á fati. Stráið ristuðu núðlublöndunni yfir, hellið svo balsamixsósunni yfir og að lokum er kjúklingaræmunum dreift yfir.

 

Einfalt, fljótlegt og ótrúlega gott

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit