Síðastliðinn þriðjudag, 26. mars, færðu stjórnarmenn Karlakórsins í Fjallabyggð, Tónlistarskólanum á Tröllaskaga 330.000 kr að gjöf.
Gjöfin er ætluð til hljóðfærakaupa í Fjallabyggð, og er þakklætisvottur kórsins fyrir afnot af húsnæði skólans á Siglufirði, þar sem kórinn hefur haft aðstöðu til æfinga, allt frá stofnun Karlakórs Siglufjarðar, sem síðar hlaut nafnið Karlakórinn í Fjallabyggð.

Hrólfur, Doddi, Maggi og Ægir

Gjafabréfið