Gjaldfrjáls garðlönd/kartöflugarðar fyrir íbúa Skagafjarðar sem staðsettir eru á Sauðárkróki og í Varmahlíð eru tilbúnir. Á Sauðárkróki er garðlandið á nýjum stað á Nöfum (sjá mynd) en í Varmahlíð er sama staðsetning og áður (sjá mynd).
Notkun eiturefna er ekki leyfð og velja ber heilbrigt útsæði í garðana.
Nánari upplýsingar veitir Kári Gunnarsson á netfangið kari@skagafjordur.is eða í síma 659 3970.

