Þrír leikir fóru fram í 3. deild karla í dag og voru tólf mörk skoruð. KV hélt toppsætinu á meðan Kórdrengir töpuðu fyrsta deildarleik sumarsins.

KF gerði góða ferð suður þegar þeir mættu Kórdrengjum á Framvelli í gær og höfðu betur með 1-2 sigri í hörkuspennandi leik.

Á Fotbolti.net segir að Kórdrengir gátu haldið sér einu stigi frá KV með sigri á heimavelli í dag en gestirnir frá Fjallabyggð voru of sterkir og höfðu betur.  Halldór Logi Hilmarsson kom KF yfir rétt fyrir leikhlé og skoraði Grétar Áki Bergsson í seinni hálfleik.
Yohance Marshall minnkaði muninn undir lokin en það nægði ekki til. Lokatölur 1-2 og KF hoppar upp í 2. sætið, tveimur stigum eftir KV. Kórdrengir eru í þriðja sæti, tveimur stigum eftir KF.

Kórdrengir 1 – 2 KF
0-1 Halldór Logi Hilmarsson (’43)
0-2 Grétar Áki Bergsson (’69)
1-2 Yohance Marshall (’90)