Kjúklinganaggar

  • 1/2 bolli bragðdauf olía
  • 900 g kjúklingabringur, skornar í bita
  • salt og pipar
  • 5 dl panko (japanskur brauðraspur, ýmist í sömu hillu og venjulegur raspur eða í asísku deildinni)
  • 1 ½ dl ferskrifinn parmesan
  • 2 tsk hvítlaukskrydd
  • 1 tsk reykt paprikukrydd
  • 3 dl hveiti
  • 3 egg, hrærð

Hitið olíuna við miðlungsháan hita í djúpri pönnu. Kryddið kjúklingabitana með salti og pipar. Blandið saman panko, parmesan, hvítlaukskryddi, reyktu paprikukryddi, salti og pipar. Leggið til hliðar. Setjið hveiti í skál og leggið til hliðar. Hrærið egg í skál og leggið til hliðar. Veltið nú kjúklingabitunum fyrst upp úr hveiti, dýfið þeim síðan í eggjahræruna og veltið svo upp úr pankoblöndunni. Setjið kjúklingabitana þar eftir á pönnuna, 5-6 bita í einu, og djúpsteikið þar til gylltir og stökkir (tekur um 3-4 mínútur). Þegar kjúklingabitarnir eru teknir upp úr olíunni eru þeir lagðir á eldhúspappír. Berið strax fram.

Kjúklinganaggar
Kjúklinganaggar
Kjúklinganaggar
Kjúklinganaggar

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit