Klukk er tímaskráningarapp sem hjálpar fólki að halda utan um vinnutímana sína með einföldum hætti.

Þannig getur appið hjálpað til þess að fólk fái greitt fyrir vinnutíma sinn.

Klukk er líka fáanlegt á ensku og pólsku. Nýjasta útgáfan af Klukki uppfærist sjálfkrafa í símanum og er skipt um tungumál með því að fara í stillingar í appinu.

Tilgangurinn með appinu er að hjálpa launafólki að halda utan um sínar vinnustundir. Þannig má á auðveldan hátt nálgast yfirlit yfir unna tíma í mánuði og bera saman við greiddar vinnustundir á launaseðli og ganga þannig úr skugga um að greiðslur frá launagreiðanda passi við unna tíma.

Í appinu getur þú klukkað þig inn og út, ásamt því að appið minnir þig á að klukka þig þegar þú kemur eða ferð af vinnustaðnum. Á einfaldan máta er jafnframt hægt að fá tímaskýrslu senda í tölvupósti sem excel-skjal.

Klukk er fáanlegt í Appstore (iPhone) og Playstore (Android).

Allar nánari upplýsingar um appið er að finna á vefsíðu ASÍ.