Kótelettukvöld Skálarhlíðar, dagdvalar og félagsstarfs var haldið í sal Skálarhlíðar laugardaginn 29.mars.

Vel heppnað kvöld, frábær matur, fjöldasöngur undir stjórn Sturlaugs Kristjánssonar, Sverrir Sveinsson las upp áhugaverða sögu og Hrafnhildur Stefánsdóttir las upp brandara sem kitluðu hláturtaugarnar.

Sturlaugi Kristjánssyni og Fanneyju konu hans voru afhentar gjafir.

Kærar þakkir til Helgu, Lindu og til Jóns Salmannssonar sem sá um eldun á Kótelettunum segir Sveinn Snævar Þorsteinsson á facebook síðu sinni.

Myndir og heimild/Sveinn Snævar Þorstinsson