Tónlistarmaðurinn Pétur Arnar hefur sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið Kraftaverk. Lagið kom út rafrænt og er nú aðgengilegt á öllum helstu streymiveitum, þar á meðal á Spotify, iTunes og Apple Music.
Lagið er einnig í spilun á FM Trölla.
„Það var orðin hefð hjá mér að láta Trölla fyrst vita af útgáfu nýrra laga,“ segir Pétur, sem hefur áður deilt tónlist sinni með lesendum og hlustendum Trölla. „Eftir smá hljómsveitarbrall með hálfgerðum jarðarfararsálmi ákvað ég að halda eigin lagasmíðum aðskildum – og nú er komið að Kraftaverki.“
Lagið er frumsmíð frá grunni og samdi Pétur bæði lag og texta. Hann sá einnig um söng, rafgítara og flest önnur hljóðfæri, upptökustjórn og hljóðblöndun. Með honum spila þeir Ingólfur Magnússon á bassa og Geir Walters Kinchin á trommur. Mastering fór fram hjá Mixea, og lagið er gefið út af PAK Productions.
Kraftaverk fæddist, að sögn höfundar, þann 7. ágúst 2024 klukkan 03:12 – og ber lagið með sér innilegan og persónulegan blæ.
🎧 Hlusta á Kraftaverk á Spotify:
https://open.spotify.com/album/0oW6SBM8OAx0SenyNtX148