Unnið er að uppbyggingu vefs sem ætlað er að varðveita og miðla sögu KS. Verkefnið er á byrjunarstigi en lagt er upp með að það verði lifandi vettvangur sem taki stöðugt við nýju efni næstu ár.
Í því samhengi er lögð áhersla á að virkja KS-inga sem og aðra til þátttöku. Fjölmargir einstaklingar tengdir félaginu búa yfir sögum, myndböndum og ljósmyndum sem eiga heima á vefnum og geta orðið hluti af heildarsögunni.
Þeir sem standa að verkefninu líkja vinnunni við þekkt orðatiltæki: „It takes a village to raise a child.” Í þessu tilfelli þarf heilt samfélagi að koma að því að skrifa sögu KS, sem lýst er sem stórri, skemmtilegri og merkilegri.
Markmiðið er að vefurinn verði sífellt í þróun, taki við efni til lengri tíma og verði þannig sameiginlegur minnisbanki KS-inga um sögu félagsins.
Skoða má KS vefinn hér að neðan
Mynd/Ljósmyndasafn Siglufjarðar