Dagur kvenfélagskonunnar er 1. febrúar ár hvert. 

  1. febrúar 2025 verður Kvenfélagasamband Íslands 95 ára.

71. formannaráðsfundur verður haldinn á Hallveigarstöðum og hefst klukkan 10:00  Klukkan 15:00 býður Frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands formannaráði, stjórn KÍ og heiðursfélögum í móttöku á Bessastöðum.

Boð hefur verið sent út til formannaráðs og heiðursfélaga.

Þetta verður hátíðarformannaráðsfundur í tilefni 95 ára afmælisins.  Boðið verður upp á hádegisverð. 

Á fundinum verður meðal annars skipað í 100 ára Afmælisnefnd KÍ og í verkefnastjórn fyrir verkefnið “Vika einmanaleikans”. 

Kvenfélögin og kvenfélagskonur eru hvattar til að gera sér glaðan dag á Degi kvenfélagskonunnar 1. febrúar og minnast sérstaklega 95 ára afmælisi KÍ í sínum viðburði og vera tilbúnir til að taka við heillaóskum í tilefni dagsins.

Á vefsíðu Húnaþings vestra segir.

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag, 1. febrúar. Sögu kvenfélaga á Íslandi má rekja allt aftur til miðbiks 19. aldar þegar Kvenfélag Rípurhrepps í Skagafirði kom saman árið 1869 (formlega stofnað 1871). Síðan þá hafa kvenfélög ætíð staðið vörð um réttindi kvenna, menntun og önnur mikilvæg samfélagsmálefni. Kvenfélögin vinna ómetanlegt starf í þágu samfélagsins.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendir kvenfélagskonum sínum í Kvenfélaginu Björk Hvammstanga, Kvenfélaginu Freyju Víðidal, Kvenfélaginu Iðju Miðfirði, Kvenfélagi Staðarhrepps, Kvenfélaginu Iðunni Bæjarhreppi og Kvenfélaginu Ársól Vatnsnesi og Vesturhópi kærar kveðjur og þakkar góð störf í þágu samfélagsins.