Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps kom í heimsókn í dagdvöl aldraðra og á dvalarheimilið á Sauðárkróki á dögunum. Þær buðu notendum og íbúum uppá dýrindis kaffihlaðborð ásamt söng og harmonikkuleik frá feðgunum á Hóli í Lýtingsstaðahrepp, Ásgeiri og Guðmundi.
Forstöðumaður dagdvalar, Stefanía Sif, nýtti tækifærið og þakkaði þeim fyrir veglega peningagjöf sem þær gáfu dagdvölinni í minningu þriggja kvenfélagskvenna sem allar nýttu sér þjónustu dagdvalar.
Peningagjöfin var nýtt til kaupa á fjórum nýjum rafknúnum hægindastólum sem koma sér afar vel fyrir notendurna.
Mynd og heimild/Vefsíða Skagafjarðar