Jón Kort Ólafsson skipar 6. sæti H-Listans í Fjallabyggð.

“Ég er í sambúð með Birgittu Petru Björnsdóttur, sem starfar sem leiðbeinandi í Leikskóla Fjallabyggðar, nú í fæðingarorlofi. Saman eigum við þrjú börn, Andrea Rún 5 ára, Rebekka Lind 3ja ára, Birnir Óli 3ja mánaða og ekki má gleyma fjórfætlingnum Mola.
Við búum á Hólavegi 79 á Siglufirði. Ég er fæddur 1992 og verð því þrítugur á árinu, hef búið á Siglufirði alla mína tíð.
Ég hef starfað við fjarvinnslu hjá hinum ýmsu fjártæknifyrirtækjum frá því 2011 og nú sem þjónustustjóri. Þá hefur það verið aukabúgrein að sækja sjóinn á grásleppu og handfæri þegar að tækifæri gefst til.

Helstu áhugamálin eru samvera með fjölskyldu og vinum, ferðalög innanlands sem utanlands og fótboltinn þá helst Liverpool, hvergi betra að vera en á troðfullum Anfield.
Stjórnmál hafa frá því ég man eftir mér verið mikið til umræðu á heimilinu en það var þó ekki fyrr en við stofnuðum fjölskyldu og fórum að búa í okkar eigin húsnæði sem ég fór að velta bæjarmálunum almennilega fyrir mér.
Ákvað að taka slaginn með H-Listanum fyrir 4 árum og hef s.l. kjörtímabil setið í Markaðs- og menningarnefnd, Félagsmálanefnd og undirkjörstjórn á Siglufirði.
Mitt helsta áherslumál er að gera Fjallabyggð að enn betri stað fyrir fjölskyldufólk. Til þess þarf Fjallabyggð að gæta hófs hvað varðar álögur og önnur gjöld, taka til hendinni í umhverfismálum, gera enn betur í skólamálum, tryggja áframhaldandi gott íþróttastarf og efla listir og menningu.

Setjum x við H!
Jón Kort Ólafsson
H-Listinn—fyrir heildina”.