Kynning á veggmynd af Miðgarðsorminum í sundhöll Siglufjarðar í dag, 9. nóvember.
Göfug táknmynd norrænnar arfleifðar
Miðgarðsormurinn Jörmungandr úr norrænnu goðafræðinni, prýðir nú vegg sundhallarinnar á Siglufirði. Veggmyndin er af hinum stórbrotna ormi sem umlykur heiminn og táknar styrk, þrautseigju og órjúfanleg tengsl milli mannkyns og náttúru. Þemað endurspeglar, að mati listamannsins, einstaka tengingu við Siglufjörð sem hvílir umlukið háum fjöllum og hafi.
Miðgarðsormurinn gegnir lykilhlutverki í jafnvægi heimsins, sem í veggmyndinni táknar víðáttu hafsins, hringrás lífsins og tengslin milli allra lífvera. „Með því að nota goðsagnir á staðbundinn hátt í opinberri list,“ segir Emma Sanderson, listamaðurinn á bakvið verkið, „gefum við samfélaginu sameiginlega sögu til að vera stolt af, auk þess að skapa forvitni og umræðu meðal gesta.” Emma vonast til að veggmyndin verði til að tengja kynslóðir, þar sem foreldrar, aðstandendur, afar og ömmur fái tækifæri til að miðla sögunum áfram til barna og ungmenna í samfélaginu.
Formleg opnun og kynning verður á veggmyndinni laugardaginn 9. nóvember milli kl. 15:00-16:00 í sundhöllinni. Gestir fá þar tækifæri til að skoða veggmyndina, fara í sund og hlusta á stutta barnasögu um Jörmungandr, Miðgarðsorminn, flutta af sögumanninum Óðni Löve.
Aðgangur er ókeypis á meðan kynningunni stendur.
Mynd/Fjallabyggð