Nýliðar innan Slökkviliðs Fjallabyggðar fengu í vikunni kynningu á því hvernig unnið er út frá dælubíl, annars vegar með háþrýstilögn og hins vegar með árásarlögn en munurinn á því að vinna með þannig slöngur er töluverður.

Einnig fengu þeir að finna muninn á að vinna með mismunandi þrýsting og misstórar slöngur en það getur tekið verulega á. Einnig var lagt fyrir um hvernig slöngulögn á að vera út frá dælubíl þannig að ekki verði ein slönguflækja á vettvangi.

Myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar