Leikflokkur Húnaþings vestra verður með kynningarfund mánudaginn 8. september kl. 19:00 í forsal Félagsheimilisins á Hvammstanga vegna fyrirhugaðrar uppsetningar á Boogie Nights.

Við viljum hvetja alla sem hafa áhuga á að vera með að mæta á fundinn eða láta vita af þátttöku sinni fyrir næsta mánudagskvöld með skilaboðum á leikfelaghv@gmail.com eða inná fésbókarsíðu félagsins.