Skelin:

  • 125 g smjör
  • 3 dl hveiti
  • 3 msk kalt vatn
  • smá salt

Fylling:

  • 400 g nautahakk
  • 1 laukur
  • 1 msk tómatpuré
  • 1/2 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
  • salt og pipar
  • krydd eftir smekk (td. taco, oreganó, timjan, basil…)
  • 1 msk rauðvínsedik (eða balsamikedik)
  • 3 dl bechamelsósa (uppskrift fyrir neðan)
  • 3 dl rifinn ostur
  • 3 dl rjómi
  • 4 egg
  • salt og pipar

Vinnið saman hráefnin í skelina. Látið deigið hvíla í ískáp um stund og klæðið síðan bökuform með því. Stingið með gaffli um botninn og klæðið kantinn með álpappír (til að hann renni ekki niður) og forbakið í 10 mínútur við 225°.

Hakkið laukinn og steikið ásamt nautahakkinu. Kryddið og bætið ediki, tómatpuré og hökkuðum tómötum. Látið sjóða saman við vægan hita um stund og smakkið til.

Bechamelsósa

  • 1,5 msk smjör
  • 1,5 msk hveiti
  • 3 dl mjólk
  • smá salt, hvítur pipar og múskat

Bræðið smjörið í potti við vægan hita og hrærið hveitinu út í þannig að það blandist vel. Hrærið mjólkinni saman við í smáum skömmtum og hrærið stöðugt í pottinum á meðan. Sjóðið sósuna við vægan hita í 5 mínútur og hrærið annað slagið í henni. Bragðbætið með salti, hvítum pipar og múskati.

Setjið nautahakksblönduna í bökuskelina og rifinn ost yfir. Hellið bechamelsósunni yfir. Hrærið saman eggjum og rjóma og kryddið með salti og pipar. Hellið yfir bökuna og bakið í 225° heitum ofni í ca 30-40 mínútur. Setjið álpappír yfir hana í lokin ef hún er að verða of dökk.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit