Írskt skáld heimsótti Ljóðasetrið – rifjaði upp fyrstu ljóðaupplestrana

Í vikunni bar óvæntan gest að garði í Ljóðasetrinu á Siglufirði þegar írska skáldið Stephen de Búrcha leit við eftir rúman áratug frá fyrstu heimsókn sinni. Hann frumflutti ljóð sín á setrinu sumarið 2015, en dvelur nú í listamannadvöl í Hrísey og segir að Ísland haldi áfram að toga í sig.

Stephen dvaldi í Listhúsi Fjallabyggðar þegar það var starfrækt fyrir um tíu árum síðan og kynntist þá meðal annars verki Jóns úr Vör. Í framhaldinu hefur hann helgað sig bókmenntum, bæði í námi og með eigin ritstörfum, og birt ljóð sín í tímaritum í heimalandinu. Væntingar eru um að fyrsta ljóðasafn hans líti dagsins ljós innan tíðar.

Árið 2015 las Stephen þýðingu sína á ljóðinu Hvíl þú væng þinn úr Þorpinu eftir Jón úr Vör á upplestri í Ljóðasetrinu, og þá flutti forstöðumaður setursins lag við ljóðið. Skáldið hefur undanfarin ár unnið að ítarlegri þýðingu á Þorpinu og kynni hans við bókina hófust einmitt í fyrstu Íslandsferðinni.

Stephen de Búrcha í Ljóðasetrinu árið 2015

Forstöðumaður setursins gat frætt skáldið og þýðandann meira um Jón úr Vör sem og önnur íslensk skáld og báðir gengu glaðir af fundi.

Meðfylgjandi myndir sýna Stephen de Búrcha við ljóðaupplestra – þá fyrri árið 2015 og hina frá deginum í dag.

Myndir og heimild/Ljóðasetur Íslands