Nú stendur yfir listasýning í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra í tengslum við brúðulistahátíðina HIP Fest.
Aðskotadýr er listasýning Hlutverkaseturs og er viðfangsefni hennar samspil mannskepnunnar við lífríki sjávar og mengun hafsins.
Plasti og ýmsu öðru sem fellur til úr almennu rusli er breytt í furðudýr sem hóta yfirtöku.
Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á losun úrgangsefna í hafið og stuðla að vitundarvakningu um hnattræna mengun.
Verkin á sýningunni eru unnin af þátttakendum í listasmiðju Hlutverkaseturs og er sýningarstjórn í höndum Önnu Henriksdóttur listkennara og listamanns.
Sýning þessi er hluti af stórri sýningu er sýnd var í september í Sjóminjasafni Reykjavíkur og er samstarfsverkefni Hlutverkaseturs og Borgarsögusafns Reykjavíkur.
Það er okkur sönn ánægja að hafa hluta sýningarinnar í láni á HIP Fest. Það er hægt að skoða sýninguna í Félagsheimilinu Hvammstanga og í Íþróttamiðstöðinni.