Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á Ali kjúklingastrimlum sem Matfugl ehf. framleiðir.
Innköllunin er vegna þess að í vörunni greindist Listeria monocytogenis. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna úr verslunum og sent út fréttatilkynningu.
Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Ali Salt og pipar kjúklingastrimlar
- Framleiðandi: Matfugl ehf
- Nettóþyngd: 300 gr
- Lotunúmer: 1737432101 og 1737432111
- Síðasti notkunardagur: 04.04.2022 og 06.04.2022
- Geymsluskilyrði: Kælivara
- Strikamerki: 5690350285346
- Dreifing: Verslanir um allt land
Neytendur eiga ekki að neyta vörunnar heldur farga eða skila henni í næstu verslun.
Frekar upplýsingar veitir Matfugl ehf. í síma 412-1400 eða sal@matfugl.is
Ítarefni:
Fréttatilkynning frá Matfugli ehf.