Sunnudaginn 8. júlí 2018 voru lokatónleikar Þjóðlagahátíðarinnar 2018 – Brennið þið vitar. Aðsókn var mjög góð, fullt hús og vel það. Meðal gesta voru forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú.
Aðalflytjandi á tónleikunum var Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur. Á efnisskránni var fjölbreytt dagskrá með verkum eftir Ernest Bloch, Gunnstein Ólafsson, Aaron Copland og Pál Ísólfsson. Einleikari á fiðlu í verkum Ernest Bloch var Chrissie Telma Guðmundsdóttir.
Undir lok tónleikanna bættust í hóp flytjenda félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum, Karlakórnum í Fjallabyggð og Karlakór Dalvíkur. Kórarnir sungu titilverk tónleikanna, Brennið þið vitar, eftir Pál Ísólfsson og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, við mikinn fögnuð áheyrenda.
Fréttamenn Trölla mættu með myndavélar og hér er afrakstur þeirrar myndatöku.
Myndir og texti: Gunnar Smári Helgason