Frestur til að bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands rann út klukkan tólf í dag.

Magnús Þór Jónsson er sjálfkjörinn í embætti formanns Kennarasambands Íslands á kjörtímabilinu 2026 til 2030. 

Frestur til að bjóða sig fram til formanns rann út á hádegi í dag og var Magnús einn um að skila inn framboði. 

Magnús hefur gegnt formennsku í KÍ frá árinu 2022. 

Kjöri formanns fyrir næsta kjörtímabil verður lýst með formlegum hætti á 9. þingi Kennarasambandsins sem fer fram í apríl á næsta ári.