Menningarhátíðin Mannfólkið breytist í slím fer fram 17. – 19. júlí á Akureyri.

Mannfólkið breytist í slím er tileinkuð jaðar- og grasrótarmenningu þar sem sérstakur fókus er á listafólk úr héraði. Hátíðin er fyrst og fremst helguð tónlist en hefð hefur skapast fyrir gjörningalist í bland við tónlistaratriði auk atriða sem dansa mitt á milli listformanna tveggja. 

Hátíðin er kennd við listahópinn MBS sem hefur staðið á bak við hátíðina frá árinu 2018. Helsta markmið MBS er að auðga menningarlífið norðan heiða á forsendum svæðisins með áherslu á jaðarkúltúr og listafólk utan meginstrauma.

Hátíðin fer fram á Kaldbaksgötu 9. Engin miðasala er á Mannfólkið breytist í slím en gestum er frjálst að styrkja MBS eftir hentisemi.

Samstarfs- og styrktaraðilar MBS 2025 eru Akureyrarbær, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra, KEA, Tónlistarsjóður, Prentmet/Oddi, Norðurorka, Segull 67, HS Kerfi, Akureyri Backpackers, Aflið & Rás 2. 

Dagskrá hátíðarinnar er á mbsskifur.is