Á heimasíðu MTR segir að búið sé að taka þá nemendur út sem ekki hafa staðfest skólavist með greiðslu innritunargjalds og taka þá inn sem voru á biðlistum í staðinn. Skólinn er yfirfullur og starfsfólk þakklátt fyrir hversu margir vilja stunda nám í MTR.
Skólinn hefst samkvæmt skóladagatali þann 19. ágúst 2019 klukkan 8:10. Skólameistari heldur stutt ávarp þar sem hún m.a. kynnir starfsmenn skólans og nemendur hitta umsjónarkennara sína. Eftir það hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Nemendur geta séð hvaða áfanga þeir eru skráðir í í námsferli sínum í Innu þar sem stundataflan er aðgengileg. Allt efni bæði fyrir fjarnema og staðnema (sama efnið) er aðgengilegt í Moodle 19. ágúst og fyrsti lokaskiladagur verkefna í vikulotu er 25. ágúst. Allar upplýsingar skólans eiga bæði við staðnema og fjarnema.
Þann 19. ágúst fer rúta frá Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði kl. 7:40 og frá Dalvíkurskóla kl. 7:50. Strætó fer frá Hofi á Akureyri kl. 7:59.
Fundur með forráðamönnum nemenda er 28. ágúst klukkan 17:00 í skólanum.
Nemendur eru beðnir að taka tölvur og farsíma með.