Mikið er um framkvæmdir í Skagafirði þessa dagana. Unnið er hörðum höndum að Sauðárkrókslínu 2 milli Varmahlíðar og Sauðárkróks og tengiviki rísa á Sauðárkróki og í Varmahlíð, en með Sauðárkrókslínu 2 eykst orkuöryggi þar sem flutningsgeta raforku til Sauðárkróks mun tvöfaldast.
Framkvæmdir eru hafnar að viðbyggingu við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi, sem mun hýsa starfsemi leikskólans og kemur til með að stórbæta leikskólaaðstöðu á Hofsósi.
Einnig er hafin vinna við nýtt sorpmóttökusvæði í Varmahlíð og þá hefur útlit Sundlaugar Sauðárkróks breyst töluvert, en fyrsta áfanga endurbóta við sundlaugina er lokið.
Hér má sjá nokkrar myndir frá framkvæmdunum:
Mynd: Skagafjörður