Varað var við vatnsveðri á þessum slóðum í gær. Lægðin norðurundan er tilkomumikil að sjá svona á miðju sumri og rignt hefur ákaft frá skilum hennar á Norðurlandi. Fjalllendið síðan magnað upp úrkomuákefðina með nokkuð hvössum NV- og V-vindinum, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur..

Byrjaði að rigna um kl. 18 í gær og til kl. 9 í morgun mældust 110 mm á Siglufirði. Ákefðin í nótt nam allt að 10-12 mm/klst. Í Ólafsfirði skiluðu sér um 55 mm í mælinn á sama tíma og á Siglufjaðarvegi í Almenningu komu um 58 mm í mælinn.

Spálíkan sem hörfir sérstaklega á utanverðan Tröllaskaga og í tengslum við vöktun á veginum í Almenningum gerði ráð fyrir allt að 130- 140 mm úrkomu í fjalllendið ofan Almenninga. Þar hefur verið eitthvað um grjóthrun á veginn og greinilegt sig sást í morgun.

Handan Skagafjaðar á veginn út á Reykjaströnd, féll síðan aurskriða og fór hún yfir veginn.

Dregur talsvert úr úrkomunni í dag, en þó rignir áfram til kvölds á þessum slóðum.