Botn:

  • ½ bolli smjör við stofuhita (113 g)
  • 1 ½ bolli sykur (300 g)
  • 3 stór egg, hvítur og rauður aðskildar
  • 1 ½ tsk vanilludropar
  • 2 bollar sýrður rjómi
  • 3 bollar hveiti (375 g)
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 ½ tsk matarsódi
  • ¾ tsk salt

Fylling og toppur:

  • 2 bollar súkkulaðibitar (ég notaði 2 poka af suðusúkkulaðidropum)
  • ½ bolli sykur (100 g)
  • 1 tsk kanill

Hitið ofninn í 175° og smyrjið skúffukökuform. Hrærið saman smjör og sykur, bætið eggjarauðum og vanilludropum saman við og hrærið áfram. Sigtið hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt saman í sér skál. Hrærið á víxl sýrðum rjóma og hveitiblöndunni saman við deigið. Stífþeytið eggjahvítur og hrærið þeim að lokum varlega saman við deigið.

Hrærið saman sykur og kanil fyrir fyllinguna.

Setjið helminginn af deiginu í skúffukökuformið, stráið helmingnum af kanilsykurblöndunni yfir og 1 bolla af súkkulaðibitum. Setjið seinni helminginn af deiginu yfir og reynið að slétta úr því þannig að það hylji fyllinguna. Setjið það sem eftir var af kanilsykrinum yfir og seinni bollann af súkkulaðibitunum. Þrýstið létt með lófanum yfir súkkulaðibitana svo þeir festist í deiginu. Bakið í 40-50 mínútur, eða þar til prjónn sem stungið hefur verið í kökuna kemur hreinn upp.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit