Margir vegir eru enn lokaðir. Víðast hvar er mokstur hafinn en það gæti tekið tíma að opna vegina.
Ítrekað er við vegfarendur að bíða þess að vegir opni og virða lokanir. Annað gæti leitt til að tafir verði á opnun vega.
Hægt er að fylgjast með færðarkortinu, þar uppfærast upplýsingar jafn óðum og vegir opna.
- Ólafsfjarðarmúli: Búið er að opna veginn. Óvissustig er á veginum vegna snjóflóðahættu.
- Öxnadalsheiði: Vegurinn er lokaður. Verið er að moka en óvíst er hvenær tekst að opna veginn. Við ítrekum við vegfarendur að bíða þess að vegurinn opni og virða lokanir.
- Siglufjarðarvegur: Ófært er á veginum og óvissustig er í gildi vegna snjóflóða hættu. Farið verður að kanna aðstæður með morgninum.
- Víkurskarð: Vegurinn er lokaður.
- Ljósavatnsskarð: Þæfingsfærð er á veginum og er hann á óvissustigi vegna snjóflóðahættu.
- Þverárfjall: Vegurinn er lokaður.
- Holtavörðuheiði: Vegurinn er lokaður og farið í mokstur en enn gæti verið nokkur tími í að takist að opna heiðina. Við ítrekum við vegfarendur að bíða þess að vegurinn opni og virða lokanir.