Á fréttasíðu RÚV segir að samkvæmt vefsíðunni FridaysForFuture.org, sem heldur utan um mótmælaölduna sem hin sænska Thunberg hratt af stað, verða þrír mótmælafundir á Íslandi á morgun; í Reykjavík, á Akranesi og á Hvammstanga.

Nærri 1700 mótmælafundir verða haldnir í yfir 100 löndum á morgun föstudag, þar sem nemendur ætla að skrópa í skólum og mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga. Greta Thunberg hvatti fólk áfram á Facebooksíðu sinni í gær, þegar búið var að boða til rúmlega 1300 mótmælafunda í 98 löndum. Hvatningin virðist hafa skilað sér því alls verða mótmælafundirnir 1659 talsins í um 100 ríkjum.

Sjá facebook síðu: Greta Thunberg

 

Skjáskot:  FridaysForFuture.org