Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af MUNA speltmúslí með trönuberjum, vegna þess að myglueitrið okratoxín greindist yfir mörkum í sultanas rúsínum sem eru í vörunni. Icepharma hf. hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: MUNA
- Vöruheiti: Múslí spelt með trönuberjum
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31.01.2025
- Lotunúmer: BN52441
- Nettómagn: 500 g
- Framleiðandi: Horst Bode Import-Export GmbH (Bode Naturkost)
- Framleiðsluland: Þýskaland
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
- Dreifing: Nettó, Þín Verslun-Kassinn, Melabúðin, Kjörbúðin, Krambúðin, Iceland, Fjarðarkaup, Hlíðarkaup.