Myndband frá árinu 1984, tekið af Kristni R. Gunnarssyni, fannst nýverið á háalofti húsnæðis Slökkviliðs Fjallabyggðar.

Þar má sjá æfingu Slökkviliðs Siglufjarðar þegar hús við Tjarnargötu 8 var brennt niður og slökkviliðið nýtti tækifærið til að æfa reykköfun, björgun og slökkvistarf.

Eins og við mátti búast vakti æfingin mikla athygli og í myndbandinu má sjá fjölda bæjarbúa fylgjast með aðgerðum slökkviliðsins.

Upptakan veitir áhugaverða innsýn í starfsemi Slökkviliðs Siglufjarðar á þeim tíma og gaman er að sjá kunn andlit úr bæjarlífinu árið 1984.

Sjá má myndbandið á facebooksíðu Slökkviliðs Fjallabyggðar: HÉR

Mynd/skjáskot úr myndbandi