Nú í upphafi skólaárs eru nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga 465. Það eru nokkru fleiri nemendur en áður.

Íbúar í Ólafsfirði voru 804 í upphafi árs þannig að skráðir nemendur eru 58% af íbúatölunni. Því er þó ekki þannig varið að meirihluti íbúa séu nemendur í skólanum, mikill meirihluti nemenda eru fjarnemar.

Þeir búa vítt um land, en flestir við Faxaflóa og svo nokkrir í öðrum löndum. Fjölmennasta brautin er félags-og hugvísindabraut með 205 nemendur, á listabraut eru 56, en 53 á kjörnámsbraut.

Nokkrir grunnskólanemar eru skráðir í einstaka inngangsáfanga og sækja kennslustundir eftir því sem við verður komið.

Mynd/MTR