New York Times súkkulaðibitakökur
- 2 bollar mínus 2 msk hveiti
- 1 1/3 bolli brauðhveiti (ef þú átt það ekki notar þú venjulegt hveiti)
- 1 1/4 tsk matarsódi
- 1 1/2 tsk lyftiduft
- 1 1/2 tsk gróft salt
- 1 1/4 bolli ósaltað smjör
- 1 1/4 bolli ljós púðursykur
- 1 bolli plús 2 msk sykur
- 2 egg
- 2 tsk vanilludropar
- 560 g dökkir súkkulaðibitar
- sjávarsalt eða gróft salt til að strá yfir kökurnar
Aðferð:
- Sigtið hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt saman í skál og leggið til hliðar.
- Setjið smjör og sykur í hrærivélaskál og hrærið saman i um 5 mínútur eða þar til blandan verður mjúk og kremkennd.
- Hrærið eggjunum saman við, einu í einu, og hrærið vel á milli.
- Bætið vanilludropum út í deigið.
- Stillið hrærivélina á hægan hraða, bætið þurrefnunum í deigið og hrærið þar til hráefnin hafa blandast saman. Passið að ofhræra ekki deigið, það ætti að duga að hræra það í 5-10 sekúndur.
- Bætið súkkulaðibitunum varlega í deigið.
- Setjið deigið í plastfilmu og geymið í ískáp í 48 klst (eða að minnsta kosti 24 klst. Það má geyma það í allt að 72 klst. en ég geymdi það aðeins lengur).
- Þegar það á að baka kökurnar er ofninn hitaður í 175°. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og mótið kúlur úr deiginu á stærð við golfkúlu. Setjið deigkúlurnar á bökunarplötuna (passið að hafa gott bil á milli því þær renna út) og stráið salti yfir.
- Bakið kökurnar í 18-20 mínútur eða þar til þær eru gylltar á lit en mjúkar. Látið kökurnar kólna á grind í 10 mínútur.



Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit

