Út er komið jólalagið „Frá borg sem nefnist Betlehem“.
Flytjandi eða flytjendur kalla sig Norðurljósin, en þar fer Magni Ásgeirs fremstur meðal jafningja.
Lagið er í grunninn „God rest ye merry gentlemen“ sem er þjóðlag en inn í það fléttast „Carol of the bells“ eftir Mykola Leontovych.
Textinn er eftir Hinrik Bjarnason og þýðingin á Carol eftir Guðlaug Gunnarsson.
Ný og skemmtileg útgáfa sem nú þegar er komin í spilun á FM Trölla.





