Frá og með 1. júní n.k. mun lögreglan á Norðurlandi eystra fara að hafa afskipti af þeim sem enn eru á nagladekkjunum.

Því er tími fyrir þá sem enn eru á nagladekkjunum að fara að skipta yfir á sumardekkin.

þeir ökumenn sem enn eru á nagladekkjum eru hvattir til að drífa sig og skipta nagladekkjunum út, enda sektin hvorki meiri né minni en kr. 20.000.- á hvert nagladekk eða kr. 80.000.- fyrir 4 nagladekk í akstri.

Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra