Forseti flutti sitt fyrsta nýársávarp á Bessastöðum. Í ávarpinu þakkaði forseti þjóðinni það traust sem þeim hjónum er sýnt og þann velvilja sem þau hafa mætt frá fólki um land allt.

Ég hugsa oft til þess hve lánsöm ég er að vera hluti af þessari þjóð sem þrátt fyrir smæð leyfir sér að vera stórhuga og sækja fram, sem gerir kröfur til sjálfrar sín og annarra og er svo rík af sköpunarkrafti að hér virðist allt mögulegt,” sagði meðal annars í ávarpi forseta.

Ávarpið var sent út á Ríkisútvarpinu og á Facebook síðu forseta. Texta ávarpsins má lesa hér á íslensku og á ensku.

Mynd/af vefsíðu forseta Íslands