Hafnarbryggjan á Siglufirði fékk nýjan löndunarkrana nú á dögunum og var hann tekinn í notkun í gær. Hringur SI 34 fékk fyrstu löndun með hinum nýja krana.

Samþykkt var í hafnarstjórn Fjallabyggðar í nóvember sl. að staðsetja nýja löndunarkranann við vesturkant Hafnarbryggju ásamt því að færa löndunarkrana sem staðsettur er á Ingvarsbryggju á sama kant. Þannig yrði Ingvarsbryggja viðlegukantur.

Með þessum breytingum er verið að horfa til öryggissjónarmiða á hafnarsvæði með tilkomu fjölgunar ferðamanna.

Kraninn lyftir um 1250 kílóum í lengstu stöðu sem eru sjö metrar og er fjarstýrður, hægt að stjórna honum hvar sem er á bryggjunni.

Mynd/Fjallabyggð