Það kostar ekkert að fara á nokkur námskeið á þjóðlagahátíðinni, en þau eru á fimmtudeginum 8. júlí og föstudeginum 9. júlí.
A. Afró dans- og trommunámskeið. Nemendur læra um menningu Gíneu í Vestur-Afríku með dansi, söng og trommuleik. Dansinn er kenndur við lifandi trommuslátt og nemendur læra að leika á djémbe-trommur. Kennarar: Mamady og Sandra Sano. Nauðsynlegt að skrá sig til að tryggja nægar trommur! Námskeiðið verður fyrir hádegi frá 9.00-12.00 báða dagana.
B. Útsetningar á íslenskum þjóðlögum. Námskeið fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Kennarar: Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson. Námskeiðið verður kl. 14.00-17.00 aðeins miðvikudag. Sjá fyrirlestur Ragnheiðar kl. 13.00 á föstudag í Þjóðlagaakademíunni.
C. Ukulele-námskeið. Íslensk lög leikin við ukuleleundirleik. Námskeiðið er á íslensku og ensku. Kennari: Uwe Eschner. Frá 9.00-12.00 báða dagana.
D. Brasilískt trommunámskeið fyrir unglinga 12 ára og eldri. Kennari Rodrigo Lopes. Frá 9.00-12.00 báða dagana.
E. Borðspil í anda Dungeons & Dragons fyrir 5-12 ára. Kennari: Jakob Fjólar Gunnsteinsson. Frá 9.00-12.00 báða dagana.
Athugið að fjöldi nemenda getur verið takmarkaður.
Skráning í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði í síma 467 2300 eða á thjodlagasetur@gmail.com.