Búið er að opna fyrir umsóknir á skráningu kyns sem kynsegin/annað fyrir þá einstaklinga sem eftir því óska. 

Þjóðskrá Íslands leitaði til Samtakanna ’78 eftir samstarfi við að finna heiti fyrir hlutlausa skráningu kyns og var niðurstaða þeirrar vinnu Kynsegin/annað.

Þetta heiti er talið ná mestri sátt innan hinsegin samfélagsins og að flestir einstaklingar geti samsamað sig því.

Mynd/pixabay